Enn einn stórleikur Slóvenans í sigri Dallas

Luka Doncic í leiknum í kvöld.
Luka Doncic í leiknum í kvöld. AFP/Gregory Shamus

Luka Doncic var stigahæstur í liði Dallas Mavericks í 121:100-sigri á New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í kvöld.

New York byrjaði leikinn betur og var yfir eftir fyrsta leikhluta en þá tók Dallas liðið við sér og seig hægt og rólega fram úr. Að lokum var sigurinn mjög öruggur.

Doncic skoraði 30 stig og tók ásamt því 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. kom næstur með 28 stig og 7 fráköst. Hjá New York skoraði Julius Randle 24 stig og Immanuel Quickley 23.

Liðin eru bæði í 11. sæti í sinni deild. Dallas í vesturdeildinni og New York í austurdeildinni.

mbl.is