Sannfærandi sigur Valsmanna

Valsmenn unnu stórsigur í kvöld.
Valsmenn unnu stórsigur í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Valsmenn unnu mjög öruggan sigur á Grindvíkingum á Hlíðarenda í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, 92:67.

Valsmenn eru með 22 stig og náðu þar með fjögurra stiga forskoti á næstu þrjú lið, Keflavík, Njarðvík og Hauka, en Keflvíkingar geta minnkað það á ný í kvöld. Grindvíkingar eru áfram með 14 stig um miðja deild.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem staðan var 20:19, Valsmönnum í hag, gáfu þeir í á lokakafla annars leikhluta og voru yfir í hálfleik, 47:34. Svipaður munur var eftir þriðja leikhluta, 63:51, en Valsmenn stungu endanlega af í þeim fjórða.

Gangur leiksins:: 3:6, 5:8, 16:13, 20:19, 27:24, 27:29, 40:32, 47:34, 52:38, 54:45, 56:49, 63:51, 67:55, 75:60, 86:65, 92:67.

Valur: Kári Jónsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 14/6 fráköst, Pablo Cesar Bertone 14/5 fráköst, Kristófer Acox 11/10 fráköst, Ástþór Atli Svalason 9, Frank Aron Booker 8, Hjálmar Stefánsson 8/9 fráköst, Daði Lár Jónsson 4, Benoný Svanur Sigurðsson 3/4 fráköst, Símon Tómasson 2.

Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.

Grindavík : Damier Erik Pitts 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 15/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/7 fráköst, Bragi Guðmundsson 8/7 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 8, Valdas Vasylius 4, Hilmir Kristjánsson 1.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 69

mbl.is