Grindavík jafnaði einvígið eftir spennutrylli

DeAndre Kane ásamt Julio De Asisse.
DeAndre Kane ásamt Julio De Asisse. mbl.is/Eyþór Árnason

Grindavík jafnaði metin gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi, þar sem Grindavík leikur heimaleiki sína, í kvöld.

Grindvíkingar unnu leikinn, 93:89, eftir að Valur hafði verið yfir mest allan tímann. 

DeAndre Kane fór á kostum í liði Grindavíkur, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hjá Val skoraði Justas Tamulis 21 stig. 

Næsti leikur liðanna fer fram í Valsheimilinu á Hlíðarenda fimmtudaginn næstkomandi.

Valsmenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru allan tímann í forystu. Eftir fyrsta leikhluta var munurinn níu stig, 29:20, en í öðrum náði Valur mest 12 stiga forskoti.

Grindvíkingar minnkuðu hins vegar muninn og komust næst tveimur stigum undir, 46:44, en Valsmenn luku fyrri hálfleik betur og voru sjö stigum yfir er seinni var flautaður á, 52:45.

Frank Aron Booker sækir að körfu Grindvíkinga í kvöld.
Frank Aron Booker sækir að körfu Grindvíkinga í kvöld. mbl.is/Eyþór

Justas Tamulis var magnaður í Valsliðinu í fyrri hálfleik og setti 15 stig. DeAndre Kane var besti maður Grindavíkur með stigi meira.

Sömu söguna má segja með fjórða leikhlutan en Valsmenn fóru betur af stað og náði fjórtán stiga forskoti. Grindavík kom hins vegar til baka og minnkaði muninn í þrjú stig, 69:66.

Valur lauk leikhlutanum betur 73:66 og var sjö stigum yfir fyrir fjórða leikhluta.

Hressir Grindvíkingar í stúkunni.
Hressir Grindvíkingar í stúkunni. mbl.is/Eyþór Árnason

Grindjánum tókst hins vegar að komast yfir í fjórða leikhluta en DeAndre Kane setti svakalegan þrist til að koma þeim yfir, 83:80, þegar fjórar mínútur voru eftir.

Þristur frá Daniel Mortensen á síðustu mínútu leiksins gerði gæfumuninn. Að lokum vann Grindavík og jafnaði einvígið. 

Grindavík 93:89 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert