Gunnar tapaði með minnsta mun

Gunnar Nelson berst við Leon Edwards í kvöld.
Gunnar Nelson berst við Leon Edwards í kvöld. AFP

Gunnar Nelson þurfti að játa sig sigraðan er hann mætti Leon Edwards á UFC-kvöldi í London í kvöld. Bardaginn fór í þrjár lotur og Gunnar tapaði á stigum með minnsta mun. 

Edwards vann fyrstu tvær loturnar. Gunnar reyndi hvað hann gat að ná Edwards niður, en það tókst illa, þar sem felluvörn Edwards var afar góð og náði Edwards oft góðum höggum á hann. 

Gunnar náði Edwards loks niður í þriðju lotu, en það var of seint, tíminn rann út og Edwards tók sigurinn. Einn dómari dæmdi Gunnari samt sem áður 29:28-sigur, en hinir tveir dómararnir dæmdu Edwards sigur, 30:27 og 29:28. 

Eftir góðan sigur gegn Alex Oliveira í síðasta bardaga, er staðreyndin sú að Gunnar hefur aldrei unnið bardagamann sem er á topp 10 listanum í veltivigtinni í UFC-samtökunum og verður forvitnilegt að sjá hvert næsta skref verður. 

Gunnar Nelson í beinni opna loka
kl. 22:40 Textalýsing Leon Edwards vinnur á dómaraákvörðun. Einn dómari dæmdi Gunnari sigurinn en tveir dómarar dæmdu Edwards sigurinn og því tapar Gunnar á stigum. Því miður.
mbl.is