Hefur Biles fengið sig fullsadda?

Simone Biles
Simone Biles AFP

Simone Biles, einn besti íþróttamaður heims, verður ekki með í úrslitum í fjölþraut í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Hún greindi frá þessari ákvörðun í gær en áður hafði hún dregið sig úr keppni í liðakeppninni sem vakti gífurlega athygli. Úrslit á einstökum áhöldum eru fyrirhuguð dagana 1.-3. ágúst en ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvort möguleiki sé að Biles muni keppa þar á einhverju áhaldi.

Besta fimleikafólk heims keppir ekki jafn reglulega og fólk í ýmsum öðrum íþróttagreinum. Eftirvæntingin vegna fimleikakeppninnar var því mikil hjá íþróttaunnendum. Ekki síst vegna Simone Biles sem var ein helsta stjarna síðustu Ólympíuleika fyrir fimm árum.

Biles glímdi við meiðsli í ökkla í aðdraganda Ólympíuleikanna. Hún er því ekki heil heilsu og meiðslin virðast hafa haft áhrif á sjálfstraustið. Eftir að hafa dregið sig úr liðakeppninni var hún mjög hreinskilin í samtali við Eurosport og sagðist vera óöruggari í keppni en áður. Af svörunum að dæma virtist einnig augljóst að hún hefði takmarkaða ánægju af því að keppa á leikunum. Gleðin sem ætti að fylgja því að keppa við þær í bestu í heimi á stóra sviðinu var orðin að kvöð. Umhverfi sem hún hafði fundið sig svo vel í fyrir fimm árum. Alla vega ef mið er tekið af frammistöðu hennar þá og breiða brosinu sem hreif ófáa sem fylgdust með.

Frítíminn ánægjulegastur

Þegar fimleikakeppnin var að hefjast í Tókýó birti stórblaðið The New York Times afar áhugavert viðtal við Biles sem tekið hafði verið viku áður. Þar kemur skýrt fram að Biles geti vart beðið eftir því að Ólympíuleikunum ljúki. Það sé orðinn þungur kross að bera að vera andlit íþróttarinnar í heiminum og vera keppandi sem eigi ekki bara að vinna ólympíugull heldur mörg. Auk þess sem líkaminn finni verulega fyrir því álagi sem fimleikunum fylgir.

Umfjöllunina um Simone Biles má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »