Pólverjinn tryggði sér sitt fyrsta ólympíugull

Pólverjarnir Wojciech Nowicki (t.h.) og Pawel Fajdek fagna frábærum árangri …
Pólverjarnir Wojciech Nowicki (t.h.) og Pawel Fajdek fagna frábærum árangri í sleggjukasti í dag. AFP

Pólski sleggjukastarinn Wojciech Nowicki er ólympíumeistari eftir að hafa náð sínum besta persónulega árangri í úrslitum karla í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Nowicki kastaði lengst 82,52 metra, tæpum metra lengra en lengsta kast Norðmannsins Eivinds Henriksens, sem kastaði 81,58 metra og náði í silfurverðlaun.

Landi Nowickis, Pawel Fajdek, lenti í þriðja sæti með því að kasta sleggjunni lengst 81,53 metra og tryggði sér þannig bronsverðlaunin.

Nowicki hafði áður komist á verðlaunapall á Ólympíuleikum, en hann vann til bronsverðlauna í greininni á leikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016.

Árið 2018 varð hann svo Evrópumeistari í greininni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert