Cherotich stigahæst í frjálsum

Cherotich tók fram úr Anítu Hinriksdóttir á lokametrunum í 800 …
Cherotich tók fram úr Anítu Hinriksdóttir á lokametrunum í 800 metra hlaupi kvenna Sportmyndir.is

Emily Cherotich frá Kenýja náði bestum árangri keppenda á frjálsíþróttamóti WOW Reykjavik International Games um helgina samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF).

Cherotich tók fram úr Anítu Hinriksdóttir á lokametrunum í 800 metra hlaupi kvenna eins og kunnugt er. Aníta átti síðan næstbesta árangurinn samkvæmt stigatöflunni og Meghan Manley frá Bandaríkjunum sem einnig hljóp í 800 metra hlaupinu þann þriðja besta.

Spretthlauparinn Odain Rose frá Svíþjóð átti fjórða besta árangurinn í stigum talið og besta árangur karla en hann hljóp á 6,72 í úrslitum í 60 m hlaupi. Bestum árangri íslenskra karla náði Kristinn Torfason en hann sigraði í langstökki karla með stökki upp á 7,66 metra og átti 10. besta afrek mótsins.

Sjá stigatöflu mótsins á fri.is.

Spretthlauparinn Odain Rose frá Svíþjóð átti fjórða besta árangurinn í …
Spretthlauparinn Odain Rose frá Svíþjóð átti fjórða besta árangurinn í stigum talið og besta árangur karla Sportmyndir.is
Kristinn Torfason sigraði í langstökki og var efstur íslenskra karla …
Kristinn Torfason sigraði í langstökki og var efstur íslenskra karla í stigakeppninni. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert