Ísland Danmörk í beinni

Landsleikur í hermiakstri, Ísland gegn Danmörku, fer fram í kvöld.
Landsleikur í hermiakstri, Ísland gegn Danmörku, fer fram í kvöld. Skjámynd af Youtube

Keppni í hermiakstri á Reykjavíkurleikunum er að hefjast í fyrsta sinn. Um er að ræða landsleik milli Íslands og Danmerkur. Keppnin fer fram á netinu en íslenska liðið verður staðsett í GT Akademíunni og Danirnir í Danmörku.

Sýnt verður frá keppninni á stórum skjá í sal 1 í Laugardalshöll og eru áhugasamir hvattir til að fjölmenna þangað eða fylgjast með hér á vefnum. Upphitun hófst klukkan 19, svo verður tímataka klukkan 20 og að lokum keppnin sjálf klukkan 20:20.

mbl.is