Telja rétt að falla frá virkjun Svartár

Fallegur urriði úr Svartá.
Fallegur urriði úr Svartá. Nils Folmer Jörgensen

Náttúrvernd Þingeyinga fékk til umsagnar frummatsskýrslu vegna áforma um virkjun á allt að 9,8 MW virkjun Svartár í Bárðardal og á fundi þann 1. nóvember síðastliðinn þar sem  nefndin kynnti sér fyrirliggjandi gögn og fór yfir málið í heild sinni.

Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hverfa frá öllum hugmyndum um virkjun Svartár. Fram kemur og það yrði Íslendingum, ekki síst Þingeyingum sem á sínum tíma vörðu Mývatn og Laxá gegn slíkum áformum, mikil álitshnekkir að heimila slíka framkvæmd.

Nefndin er mjög ósammála því mati framkvæmdaraðila að áhrif virkjunar séu að mestu óveruleg til nokkuð neikvæð og að virkjunin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Að raska einstöku vistkerfi Svartár og Suðurár og þar með búsvæði fágætra ábyrgðartegunda með þeim hætti sem ráðgert er getur aldrei talist annað en umtalsverð umhverfisáhrif að mati nefndarinnar.

Í stað virkjunar leggur nefndin til að hafinn verði undirbúningur að friðlýsingu vatnasviðs Svartár og Suðurár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert