ATH.: Upplýsingarnar sem hér koma fram eru úreltar. Skoðið frekar Framúrskarandi fyrirtæki 2020.

124 Men and Mice ehf.

Stærðarflokkur Meðalstórt
Röð innan flokks 6
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Upplýsingar og fjarskipti
Starfsemi Hugbúnaðargerð
Framkvæmdastjóri Magnús Eðvald Björnsson
Fyrri ár á listanum 2011, 2012, 2013, 2018
Framúrskarandi 2019

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 771.267
Skuldir 249.644
Eigið fé 521.623
Eiginfjárhlutfall 67,6%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 10
Endanlegir eigendur 14
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Hugbúnaðargerð

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Nýsköpun er áherslan alla daga

„Nýsköpun er okkur í blóð borin,“ segir Magnús E. Björnsson, framkvæmdastjóri Men&Mice en fyrirtækið hlaut í gær verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun. Vissulega eigi það við um mörg fyrirtæki en hjá Men&Mice segir Magnús að nýsköpun setji svip á allt starfið. „Það þarf að leggja áherslu á það í öllu starfi. Frá A-Ö, frá ráðningu og í vöruþróun á hverjum einasta degi er nýsköpun áhersluatriði.“  

Þrátt fyrir að vera ekki mjög þekkt hérlendis smíðar fyrirtækið hugbúnað sem þjónustar netkerfi alþjóðlegra stórfyrirtækja með hunduði þúsunda starfsmanna. Því segir Magnús að það sé gaman að nú sé fyrirtækið að fá viðurkenningu hérlendis fyrir starf sitt. Á meðal viðskiptavina eru: Microsoft, Xerox og HCA (Hospital Corporation of America). 

Men&Mice er tæplega þrjátíu ára gamalt og hefur um 30 starfsmenn á sínum snærum og hefur vaxið töluvert á síðustu tveimur árum og Magnús sér fram á frekari vöxt. „Við stefnum á að vera fjörtíu núna á næsta ári.“

Í myndskeiðinu er rætt við Magnús eftir að hann tók við verðlaunum Creditinfo.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar