Glitnir: gengishækkun í haust

mbl.is/Júlíus

Fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Greiningar Glitnis að gengi krónunnar hafi átt á brattann að sækja síðustu mánuðina. Þrengingar á innlendum gjaldeyrisskiptamarkaði, skert aðgengi að erlendu lánsfé, lítil áhættulyst innlendra sem erlendra fjárfesta auk mikils halla á utanríkisviðskiptum hafa stuðlað að gengislækkun krónunnar að undanförnu.

Greining Glitnis telur hins vegar að rofa fari til á mörkuðum með haustinu og að gengishækkun krónu fylgi í kjölfarið. Gerum við ráð fyrir að gengisvísitalan verði að meðaltali 142 á þessu ári en 128 á því næsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK