Krónan veikist um 2,44%

mbl.is/Júlíus
Gengi krónunnar hefur veikst umtalsvert í dag eða 2,44%. Gengisvísitalan stóð í 161,60 stigum við upphaf viðskipta en er nú 165,65 stig. Gengi Bandaríkjadals er nú 88,55 krónur, pundið 155,95 krónur og evran 126,19 krónur. Alls nemur velta á millibankamarkaði 27 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir