106 milljónir evra vegna Icesave

Hollensk stjórnvöld hafa greitt 106 milljónir evra, jafnvirði 18,5 milljarða króna, til einstaklinga og sveitarfélaga, sem áttu innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi.

Þetta kom fram í hollenska útvarpinu í gær að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. Var vitnað í tölur frá hollensku ríkisendurskoðuninni en áður hafði fjármálaráðuneyti landsins áætlað að það þyrfti að greiða 92 milljónir evra vegna Icesave-reikninganna, jafnvirði 14,3 milljarða.

Talið er að um 144 þúsund einstakingar, stofnanir, félög og samtök hafi átt innistæður á Icesave-reikningum í Hollandi, samtals um 2 milljarða evra, 350 milljarða króna, þegar íslenska ríkið tók yfir rekstur Landsbankans í október.  

Hollenska ríkisstjórnin lýsti því yfir, að sparifjáreigendur myndu fá endurgreiddar innistæður upp að 100 þúsund evrum. Íslenska ríkið hefur fallist á að greiða fyrstu 20.887 evrurnar en hollenska ríkið og bankar tryggja það sem út af stendur. Gert var ráð fyrir að íslenska ríkið fengi lán hjá því hollenska vegna þessa en ekki hefur enn verið samið endanlega um það.

Hollenski seðlabankinn sagði í janúar að þarlendir bankar hefðu greitt um 230 milljónir evra til viðskiptavina Icesave.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK