Yfirlýsing frá Karli Wernerssyni

Karl Wernersson
Karl Wernersson

Karl Wernersson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og Vísis 27. júlí 2009 undir yfirskriftinni „Milljarðar í skattaskjól“. Ætlar Karl að leita til dómstóla vegna fréttanna sem hann telur að brjóti gegn lögum.

„Yfirlýsing Karls Wernerssonar vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og Vísis 27. júlí 2009 undir yfirskriftinni „Milljarðar í skattaskjól“

Í umfjöllun Stöðvar 2 og Vísis hefur því verið haldið fram að ég hafi verið viðriðinn umfangsmikla fjármagnsflutninga til annarra landa sem sagðir voru hafa farið fram í kjölfar þess að íslenska ríkið tók yfir Glitni á haustmánuðum síðasta árs.

Ég hafna með öllu efni umræddrar fréttar sem á við engin rök að styðjast að því er sjálfan mig og Milestone ehf. varðar. Virðist sem fréttin sé alger uppspuni frá rótum, til þess eins fallinn að kasta rýrð á nafn og orðspor mitt og félaga í minni eigu. Með umfjöllun sinni hafa sameinaðar fréttastofur Stöðvar 2 og Vísis vegið alvarlega að heiðri mínum og sterk rök hníga til þess að umfjöllunin varði við ærumeiðingarkafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Vegna þessa mun ég leita eftir atbeina dómstóla við að fá ummæli um mig í fyrrgreindum fréttum dæmd dauð og ómerk og sækja þá sem að fréttaflutningnum stóðu til saka.

Í gær gaf ég fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis kost á því að leiðrétta þegar í stað framangreindar fréttir sem birtar hafa verið á vegum Stöðvar 2 og Vísis á jafnáberandi stað og þær voru settar fram á, en þeirri beiðni hefur ekki verið sinnt af hálfu fréttastofanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK