Afkoma HB Granda versnar

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Tap HB Granda á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,436 milljónum evra, 220 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið um rúmar sex milljónir evra, 919 milljónir króna. Eigið fé nam 131,5 milljónum evra í lok júní og var eiginfjárhlutfall 44% en var 46% í lok árs 2009.

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2010 námu 60,4 milljónum evra samanborið við 60,8 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 19,0 milljónir evra eða 31,5% af rekstrartekjum, en var 12,9 milljónir evra eða 21,3% árið áður. Hærra EBITDA hlutfall skýrist m.a. af afkomu loðnuvertíðar, sem ekki varð árið áður, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 12,4 milljónir evra, en jákvæð um 300 þúsund evrur á sama tíma árið áður. Meginskýringin liggur í gengistapi upp á 10 milljónir evra vegna veikingar evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem félagið skuldar í.

Heildareignir félagsins námu 301 milljón evra í lok júní 2010. Þar af voru fastafjármunir 252,5 milljónir evra og veltufjármunir 48,5 milljónir evra. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 169,5 milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir