Kína sigraði Bandaríkin í kjúklingastríði

Kjúklingar fá sér vatnssopa.
Kjúklingar fá sér vatnssopa. AP

Heimsviðskiptastofnunin (WTO) hefur úrskurðað að Bandaríkjunum hafi verið óheimilt að setja reglur sem takmarka innflutning á kjúklingum frá Kína.

Ekki er algengt að WTO úrskurði Kína í vil þegar ágreiningur verður um viðskiptamál. Mál hafa hins vegar oft verið sótt gegn Kína vegna viðskiptahindrana kínverskra stjórnvalda.

Viðskipti milli Bandaríkjanna og Kína með kjúklinga voru bönnuð árið 2004 vegna ótta við fluglaflensu. Einhver viðskipti hafa átt sér stað síðan en Kínverjar hafa sakað Bandaríkjamenn um að hindra með ólöglegum hætti innflutning á kjúklingum.

Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að reglurnar byggi á hlutlausum upplýsingum sem miði að því að tryggja að sýktir kjúklingar fari ekki á markað í Bandaríkjunum. WTO komst að þeirri niðurstöðu að reglurnar sem Bandaríkjamenn styðjast við væru ólöglegar og byggðu ekki á vísindalegu mati á heilbrigði kjúklinga.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK