800 milljarða króna hagnaður BP

Hagnaður olíufélagsins BP nam 7124 milljónum punda á fyrsta ársfjórðungi, 1325 milljörðum íslenskra króna, og jókst um 17% frá sama tímabili í fyrra. Er þetta rakið til hækkandi olíuverðs.

BP segir í yfirlýsingu, að olíulekinn í Mexíkóflóa muni kosta fyrirtækið 41,3 milljónir dala.

Sölutekjur jukust um 19% og námu 88,3 milljörðum dala. Heildar olíu- og gasframleiðsla dróst hins vegar saman um 11% og nam 3,58 milljónum tunna á dag á tímabilinu.  

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir