Gjaldeyrishöftin dýr mistök

Ráðstefnugestir og fyrirlesarar í Hörpu.
Ráðstefnugestir og fyrirlesarar í Hörpu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu í dag, að gjaldeyrishöftin hefðu verið dýr mistök og væru í raun vantraustsyfirlýsing á gjaldmiðilinn.

„Hver ætti að trúa á krónuna ef íslensk stjórnvöld gera það ekki?" spurði Vilhjálmur.

Hann sagði að gjaldeyrishöftin hömluðu hagvexti og til lengri tíma litið leiddu þau til lækkandi gengis krónunnar. Sagði Vilhjálmur einnig, að hér á landi vanti langtímaáætlun um hagvöxt.

Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði hins vegar að gjaldeyrishöftin hefðu verið nauðsynleg á sínum tíma. Þau hefðu „lokað fjármagn inni" og gert stjórnvöldum kleift að fjármagna fjárlagahallann sem fylgdi í kjölfar hrunsins.

Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vef Seðlabankans.

Vilhjálmur Egilsson í Hörpu í dag.
Vilhjálmur Egilsson í Hörpu í dag.
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir