Bretar mjög á móti evrunni

Reuters

Bretar hafa sjaldan eða aldrei verið jafnmikið á móti því að taka upp evruna nú tíu árum eftir að gjaldmiðillinn var settur í umferð.

Samkvæmt skoðanakönnun sem var birt nýverið í Bretlandi hafa 65% Breta litla trú á evrunni og einungis einn af hverjum fimm telur að hún muni hafa af þá erfiðleika sem nú geisa á evrusvæðinu.

En efnahagsástandið er einnig afar bágborið í Bretlandi um þessar mundir. Samkvæmt tölum frá framkvæmdastjórn ESB (en Bretar eru í ESB) verða opinberar skuldir Breta meiri en Grikkja í ár og svipaðar og þær sem Frakkar glíma við þrátt fyrir að gripið hafi verið til sársaukafullra aðhaldsaðgerða í breskum ríkisfjármálum. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafnmikið í Bretlandi í sautján ár og verðbólgan er tvöfalt meiri en á evrusvæðinu. En samkvæmt frétt AFP má rekja ástandið í Bretlandi nú til þess að komið sé að skuldadögum þar í landi vegna fjármálakreppunnar árið 2008 þegar fjármálakerfi Bretlands laskaðist alvarlega. 

Telja sérfræðingar sem AFP-fréttastofan ræddi við að ef Bretar væru innan evrusamstarfsins væri ástandið enn verra en það er í Bretlandi og ljóst að ef svo hefði verið hefði það þurft á aðstoð að halda. Eins væri ástandið mun verra á evrusvæðinu ef Bretar tilheyrðu því.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK