Eignir lánafyrirtækja lækka

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.066 milljörðum króna í lok mars og lækkuðu um 33,5 milljarða króna frá fyrra mánuði.

Þessi lækkun er að stærstum hluta tilkomin vegna lækkunar á kröfum á lánastofnanir en þær lækkuðu um 36,8 milljarða króna, samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands.

Útlán og markaðsverðbréf námu 936,6 ma.kr. og hækkuðu um 1,7 ma.kr. á milli mánaða. Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.019,4 mö.kr. og lækkuðu um 34 ma.kr. frá febrúar mánuði. Erlendar lántökur lækkuðu um 37 ma.kr. og verðbréfaútgáfa hækkaði um 2,6 ma.kr. Eigið fé nam 46,4 mö.kr. í lok mars.

Eigið fé fjármálafyrirtækja í slitameðferð neikvætt um 6,6 milljarða

Yfirlit yfir eignir og skuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð eða nauðasamningum er birt sérstaklega. Eignir þeirra námu 2.998 mö.kr í lok 2. ársfjórðungs 2011 en skuldir þeirra námu 9.552 mö.kr. á sama tíma. Eigið fé þeirra var því neikvætt um 6.554 ma.kr í lok 2. árfjórðungs 2011.

Fjöldi fjármálafyrirtækja í slitameðferð eða nauðasamningaferli er breytilegur eftir tímabilum. Þegar starfsleyfi þeirra er afturkallað af FME detta viðkomandi aðilar út úr hagtölum SÍ um fjármálafyrirtæki.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir