Friðrik Már fær stöðu í Ósló

Friðrik Már Baldursson
Friðrik Már Baldursson mbl.is/Ómar

Dr. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði og forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipaður í hlutastöðu prófessors (professor II) við hagfræðideild Háskólans í Ósló, en Friðrik hefur átt í rannsóknasamstarfi við háskólann allt frá árinu 1997.

Starfið felst alfarið í rannsóknum og styrkir enn frekar í sessi þær rannsóknir sem Friðrik stundar við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Friðrik mun m.a. taka þátt í rannsóknum á vegum Oslo Centre for Research on Environmentally friendly Energy (CREE), segir á vef HR.

CREE, sem er rannsóknasetur við Háskólann í Ósló, fékk nýverið rannsóknastyrk sem nemur 8 milljónum norskra króna, 172 milljónir íslenskra króna, á ári til næstu fimm ára frá Norska rannsóknarráðinu, með möguleika á framlengingu í þrjú ár. Rannsóknarverkefni CREE beinast m.a. að alþjóðasamningum um loftslagsmál, nýsköpun og útbreiðslu umhverfisvænnar tækni, reglusetningu á sviði umhverfis og orkumarkaða og mati á áhrifum stefnu í orku- og umhverfismálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK