Ekki mikið af tómu húsnæði

Nýbyggingar
Nýbyggingar mbl.is/Kristinn

Í talningu sem framkvæmd var af Samtökum iðnaðarins á tómu nýbyggðu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki sé mikið um íbúðir í fjölbýli sem séu á síðustu byggingarstigum.

Samkvæmt Friðriki Á. Ólafssyni, forstöðumanni hjá samtökunum, eru aðeins 69 fjölbýlisíbúðir á byggingarstigi 6 og 37 íbúðir á byggingarstigi 7. „Það er ekki jafn mikið af tómu húsnæði og talað hefur verið um“ segir Friðrik og bætir við að það sé „orðið aðkallandi að okkar mati að setja framkvæmdir í gang, en það verður að vera þolinmótt fé og ekki of dýrt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK