Niðurfærðu 64 milljarða vegna mögulegra áhrifa gengisdóms

mbl.is

Bankarnir gerðu 63,9 milljarða króna varúðarniðurfærslu í ársreikningum ársins 2011 vegna mögulegra áhrifa dóms Hæstaréttar um réttmæti þess að nota viðmiðunarvexti Seðlabankans aftur í tímann við endurútreikning erlendra lána. Í gær vann Borgarbyggð mál gegn Arion banka og lækkaði skuld sveitafélagsins við bankann um rúmar 90 milljónir við það. Landsbankinn færði mest niður, eða um 38 milljarða, meðan Arion banki setti 13,8 milljarða í varúðarfærslu og Íslandsbanki 12,1 milljarð. 

Arion banki tók fram í tilkynningu fyrr í dag að með niðurfærslunni hefði hann að „fullu tekið tillit til áhrifa dóms Hæstaréttar frá 15.febrúar“ og Landsbankinn staðfesti einnig að farið hefði verið ýtrustu leið við mat á niðurfærslunni og því myndi dómurinn ekki hafa nein áhrif á rekstur bankans umfram það sem komið hefur fram í fyrri ársskýrslum.

Skarphéðinn Pétursson, lögmaður Borgarbyggðar í málinu gegn Arion banka, sagði í samtali við mbl.is að bankarnir hefðu með útreikningum sem nú hefðu verið dæmir ólöglegir „yfirtekið eða eyðilagt“ fjölmörg lítil, meðalstór og stór fyrirtæki.


Efnisorð: gengislán
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK