Íslenski markaðinn mun ekki byggja upp vöxt Icelandair næstu árin

Icelandair hefur aukið mikið framboð ferða yfir vetrartímann og árangurinn er mikil aukning ferðamanna á þeim tíma. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icleandair Group, segir í þættinum Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is að með aukinni dreifingu ferðamanna megi ná 1 milljón ferðamanna fyrir árið 2020. 

Flug yfir Atlantshafið er þó stærsti hlutinn í starfssemi félagsins og þar hefur félagið gefið í meðan önnur félög hafa dregið saman „Við höfum aukið við okkur hlutdeild í þeim markaði sem fer yfir hafið og þar hafa stærri flugfélög dregið úr framboðinu en við sótt fram og aukið við.“Björgólfur segir að íslenski markaðurinn sé mikilvægur, en að þessi gegnumumferð bjóði upp á mestu sóknarfærin. „Íslenski markaðurinn sé nokkuð lítill og muni ekki byggja upp vöxt Icelandair á næstu árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK