Þorsteinn og Sigsteinn nýir í stjórnina

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja kemur nýr inn í stjórn …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja kemur nýr inn í stjórn SA Skapti Hallgrímsson

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2013-2014 var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Í samræmi við samþykktir samtakanna gerði kjörstjórn tillögu um 20 stjórnarmenn. Ekki komu fram fleiri framboð og var tillaga kjörstjórnar samþykkt.

Nýir stjórnarmenn eru Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Úr stjórninni ganga Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu.

Eftir breytingarnar eru stjórnarmenn í Samtökunum eftirfarandi:

  • Björgólfur Jóhannsson, formaður, Icelandair ehf.
  • Adolf Guðmundsson, Gullberg ehf.
  • Arnar Sigurmundsson, Samtök fiskvinnslustöðva
  • Árni Gunnarsson, Flugfélag Íslands hf.
  • Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki hf.
  • Finnur Árnason, Hagar hf.
  • Gunnar Sverrisson, ÍAV hf.
  • Guðmundur H. Jónsson, Norvik hf.
  • Grímur Sæmundsen, Bláa Lónið hf.
  • Hjörleifur Pálsson, Össur hf.
  • Jens Pétur Jóhannsson, Rafmagnsverkstæði RJR
  • Margrét Kristmannsdóttir, PFAFF hf.
  • Ólafur Marteinsson, Rammi hf.
  • Ólafur Rögnvaldsson, Hraðfrystihús Hellissands hf.
  • Rannveig Rist, Alcan á Íslandi hf.
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir, Já upplýsingaveitur ehf.
  • Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. 
  • Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðin hf.
  • Svana Helen Björnsdóttir, Stiki ehf.
  • Tryggvi Þór Haraldsson, RARIK ohf.
  • Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherji hf. 



Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels er nýr stjórnarmaður í SA
Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels er nýr stjórnarmaður í SA Ljósmynd/Samtök iðnaðarins
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK