Listaverk og heimilislegur matur

Listaverkasafn, alvöru heimagerður matur og hnyttnar, flugtengdar merkingar eru meðal þess sem einkenna höfuðstöðvar WOW. Fyrirtækið gefur sig út fyrir að vera hresst og að samskiptin séu skemmtileg fyrir viðskiptavininn. Þetta endurspeglast á vinnustaðnum og eru gestir  fljótir að sjá að mikið er gert til að hann sé upplífgandi. Það má meðal annars sjá í fjölmörgum fyndnum tilvísunum vítt og breitt um vinnustaðinn, furðulegum símsvara eða innréttingum sem eru teknar úr flugvélum. Mbl.is kíkti í heimsókn til WOW og fékk að sjá með eigin augum hvernig vinnuaðstaða starfsmanna félagsins er.

Strax í móttökunni taka stólar og kerrur úr flugvélum við gestum og leggja áherslu á hver starfsemin er. Fljótlega þegar gengið er um bygginguna tekur maður þó eftir að nokkuð hefur verið lagt upp úr húmor og hnyttni og fjölmörg skilti eru sett upp með það fyrir augum að vera upplífgandi. 

Þá verður ekki hjá því komist að taka eftir miklu magni listaverka um allt fyrirtækið, en forstjóri þess, Skúli Mogensen, er annálaður listaverkasafnari. Meðal annars hefur hann samþykkt að lána Reykjavíkurborg skúlptúr til að koma upp fyrir framan Höfðatorg.

Það sem vakti mesta athygli blaðamanns var þó einstaklega heimilislegt eldhús þar sem verið var að undirbúa meðlæti með kaffitíma starfsmanna. Meðal annars var verið að útbúa heimagerða kryddsultu (e. chutney) og ljóst að slíkt er ekki í boði á hvaða vinnustað sem er.

Í kjallara höfuðstöðvanna er svo nokkuð stórt afþreyingarrými, þar sem bæði er fótboltaspil og borðtennisborð, en auk þess stór sjónvarpsskjár þar sem meðal annars er horft á landsleiki eða slakað á eftir vinnudaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK