Stórt heilbrigðisfyrirtæki skoðar Ísland

Yfirlitsmynd úr deiliskipulagi Vísindagarða. Alvogen mun byggja á svæðinu, en …
Yfirlitsmynd úr deiliskipulagi Vísindagarða. Alvogen mun byggja á svæðinu, en í kjölfarið spurðist stórt alþjóðlegt heilbrigðisfyrirtæki fyrir um aðstæður hér á landi.

Í kjölfar þess að gefið var út að Alvogen hygðist reisa rúmlega 11 þúsund fermetra byggingu fyrir lyfjaþróun hér á landi hefur stórt alþjóðlegt fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum spurst fyrir um aðstæður hér og hvað sé í boði fyrir stórt tæknifyrirtæki sem skoðar að reisa starfsstöðvar hér á landi. Þetta herma heimildir mbl.is, en meðal annars var Alvogen veittur frestur til þriggja ára á greiðslu gatnagerðargjöldum í Reykjavík.

Enn er aðeins um óformlegar fyrirspurnir að ræða, en meðal þess sem heillaði fyrirtækið var að um þriðjungur rannsóknastyrkja hér á landi fer í rannsóknir á heilbrigðissviði og um helmingur af ritrýndum greinum er á sama sviði. Þá hafi mörg fyrirtæki, eins og Actavis og Össur stækkað hratt hér og fleiri séu í miklum uppbyggingarfasa, meðal annars Nox Medical og ORF Genetics.

Alvogen gaf út þegar uppbyggingin var kynnt að Ísland væri ákjósanlegur staður fyrir slíka uppbyggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka