Vill geta keypt bandarískt Cocoa Puffs

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill geta keypt bandarískt …
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill geta keypt bandarískt Coca puffs. Ómar Óskarsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að sér leiðist þær „duldu og ekki svo duldu viðskiptahindranir á vörum sem koma hingað til lands.“ Á fundi Amerísk- íslenska verslunarráðsins í morgun sagði hún að þar ætti hún til dæmis við reglur um sérmerkingar og innihald sem takmarki innflutning á ákveðnum vörum og tók fram að hún vildi geta valið hvort hún keypti evrópskt eða amerískt Cocoa Puffs.

Hún ræddi einnig um mikilvægi opinna viðskipta og rifjaði upp að Evrópusambandið væri að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslun og sagði nauðsynlegt að Ísland myndi skoða vandlega hvort það gæti tekið þátt í þeirri vegferð eða komið sjálft að fríverslunarsamningi vestur um haf.

Á fundinum var rætt um þau tækifæri sem bjóðast íslenskum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvernig er hægt að nýta tækifærin og hvað beri að varast. Fyrirlesarar voru Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP, Árni Harðarsson hjá Alvogen og Sveinn Sölvason frá Össuri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK