Pereat ungra vísindamanna

Illugi ákvað að svara fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar úr sal og …
Illugi ákvað að svara fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar úr sal og var því umkringdur þeim sem mótmæltu.

Á Rannsóknarþingi 2013 mótmæltu ungir vísindamenn niðurskurði til tækni- og vísindasjóða og stóðu úr sætum sínum meðan Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, varði þá ákvörðun ríkisstjórnar að draga úr áður samþykktum fjárframlögum til sjóðanna. Héldu vísindamennirnir á spjöldum með spurningamerki, en þau voru samtals 40 og táknuðu töpuð störf í kjölfar niðurskurðarins.

Á fundinum í morgun var ný stefna Vísinda- og tækniráðs kynnt, en í pallborðsumræðum kom fram hörð gagnrýni á ákvörðun stjórnvalda. Var meðal annars sagt að stefnan væri óraunhæf miðað við nýbirt fjáraukalög þar sem dregið er verulega úr framlögum til sjóðanna.

Illugi var ekki með í pallborði, en bað eftir umræðurnar um orðið til að skýra afstöðu ríkisstjórnarinnar. Við það tækifæri stóðu vísindamennirnir úr sætum sínum og var greinilegt að margir telja niðurskurðinn óásættanlegan.

40 spjöld fóru á loft undir orðum Illuga.
40 spjöld fóru á loft undir orðum Illuga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK