Aðeins tvö bankaútibú verða eftir í miðborginni

Arion banki hættir starfsemi í Austurstræti í sumar. Forverinn, Búnaðarbankinn, …
Arion banki hættir starfsemi í Austurstræti í sumar. Forverinn, Búnaðarbankinn, var opnaður þar árið 1937. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi þróun heldur áfram. Útibúunum fækkar og starfsfólkinu einnig þegar upp er staðið. Fjármálahverfið er jafnframt að færast úr miðborginni í Borgartúnið.“

Þetta segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), í Morgunblaðinu í dag, en Arion banki hefur tilkynnt að útibúum bankans við Hlemm og í Austurstræti verði lokað um mitt þetta ár. Flytjast þau í nýtt útibú í Borgartúni 18, þar sem Byr sparisjóður var áður til húsa.

Eftir þessar breytingar verða aðeins tvö útibú í miðbæ Reykjavíkur; Landsbankinn með sínar höfuðstöðvar í Austurstræti og Íslandsbankaútibú í Lækjargötu. Að sögn Friðberts hefur Íslandsbanki verið á höttunum eftir nýju húsnæði á svipuðum slóðum í Kvosinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK