Verðbólga enn 0,5% á evrusvæðinu

Verðbólga á evrusvæðinu er enn umtalsvert undir verðbólgumarkmiði Evrópska seðlabankans.
Verðbólga á evrusvæðinu er enn umtalsvert undir verðbólgumarkmiði Evrópska seðlabankans. DANIEL ROLAND

Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt í júnímánuði frá fyrri mánuði. Hún hefur nú mælst 0,5% fjóra mánuði í röð og hefur ekki verið eins lág frá því haustið 2010.

Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birti nýjar verðbólgutölur í morgun. Í ljós kom að mesta verðhækkunin hafi orðið á matvörum og orku, eða 0,8%, að því er segir í frétt Financial Times.

Verðbólgan mælist enn töluvert undir 2,0% verðbólgumarkmiði Evrópska seðlabankans og óttast margir evrópskir hagfræðingar að verðhjöðnun vofi yfir evrusvæðinu. Helstu stefnusmiðir sambandsins munu funda seinna í vikunni í Frankfurt og ræða næstu skref.

Þeir hagfræðingar sem Financial Times ræddi við segja að nýju verðbólgutölurnar auki líkurnar á því að Evrópski seðlabankinn grípi til frekari aðgerða, svo sem beinna skuldabréfakaupa á markaði og peningaprentunar, á næstu misserum til að örva hagkerfið og auka verðbólguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK