Hafna ásökunum um samráð

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er á meðal þeirra sem kærðir …
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er á meðal þeirra sem kærðir voru til Sérstaks saksóknara Eggert Jóhannesson

Eimskipafélag Íslands hafnar því með öllu að hafa gerst brotlegt við ákvæði samkeppnislaga og segir í tilkynningu að félagið hafi ekki kæru undir höndum og geti því hvorki upplýst um efni hennar né að hvaða einstaklingum hún beinist.

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að Sam­keppnis­eft­ir­litið hefur kært ell­efu starfs­menn Eim­skips og Sam­skipa til embætt­is Sér­staks sak­sókn­ara vegna gruns um að fé­lög­in hafi um ára­bil haft með sér ólög­legt sam­ráð. „Ljóst má vera af umfjöllun RÚV að fjölmiðillinn er með mun ítarlegri upplýsingar um rannsókn málsins en félagið sjálft,“ segir í tilkynningu.

Eimskipafélagið tilkynnti þann 10. september 2013 að Samkeppniseftirlitið hefði hafið rannsókn á félaginu og kallað eftir gögnum en í tilkynningu segir að félagið hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum um hin meintu brot á samkeppnislögum og hafi af því tilefni kært ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins í tvígang til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Þann 30. september sl. tilkynnti félagið að Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 3. júní sl. að hluta og lagt fyrir eftirlitið að afhenda félaginu umbeðin gögn innan tveggja vikna. „Félaginu bárust gögnin þann 8. október sl. og vörpuðu þau ekki frekara ljósi á grundvöll málsins.“

Í frétt RÚV kom fram að Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips, og Ásbjörn Gísla­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, sem nú stýr­ir Sam­skip Log­istic í Hollandi og Pálm­ar Óli Magnús­son, nú­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, séu meðal þeirra sem kærðir hafa verið vegna máls­ins. 

Tveir þriðju allra flutninga á landinu eru vegum fyrrnefndra félaga og er meirihluti allrar neysluvöru sem hingað er flutt til lands á þeirra vegum.

Frétt mbl.is: Ellefu kærðir vegna gruns um samráð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK