Ellefu kærðir vegna gruns um samráð

Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Eimskips og Samskipa til embættis …
Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Eimskips og Samskipa til embættis Sérstaks saksóknara mbl.is/Styrmir Kári

Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Eimskips og Samskipa til embættis Sérstaks saksóknara vegna gruns um að félögin hafi um árabil haft með sér ólöglegt samráð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Samskipum, Eimskip og dótturfélögum þeirra fyrir um ári síðan og aftur í sumar. Eftirlitið hafði rannsakað félögin og fengið ábendingar um ólöglegt samráð og að félögin misnotuðu markaðsráðandi stöðu sína.

Í frétt RÚV kemur fram að Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, og Ásbjörn Gíslason, fyrrverandi forstjóri Samskipa, sem nú stýrir Samskip Logistic í Hollandi og Pálmar Óli Magnússon, núverandi forstjóri Samskipa, séu meðal þeirra sem kærðir hafa verið vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert