Hætta á varanlegri stöðnun á evrusvæðinu

AFP

Hætta er á að evrusvæðið lendi í varanlegri stöðnun að mati Alþjóðabankans. Fram kemur í nýrri skýrslu frá bankanum sem birt var í dag að samdráttur í neyslu, skortur á fjárfestingum og lág verðbólga kunni að stuðla í sameiningu að því að áframhaldandi verðhjöðnun á svæðinu.

Fram kemur í frétt Euobserver.com að spár geri ráð fyrir að 3% hagvöxtur verði á heimsvísu á þessu ári en á sama tíma sé aðeins gert ráð fyrir 1,1% vexti á evrusvæðinu. Hagvöxtur á síðasta ári á svæðinu hafi verið 0,8% en á sama tíma hafi vöxtur á alþjóðavísu verið 2,6%.

Alþjóðabankinn hefur hvatt Evrópska seðlabankann til þess að þess að auka peningamagn í umferð til þess að reyna að ýta undir hagvöxt með hliðstæðum hætti og bandaríski seðlabankinn og Englandsbanki hafa gert og er talið að af því kunni að verða síðar í þessum mánuði.

Hins vegar segir í fréttinni að hagfræðingar og greinendur telji að ef til þess kæmi væri um að ræða lokaúrræði Evrópska seðlabankans til þess að reyna að koma efnahagslífi evrusvæðisins í gang á nýjan leik. Nokkrir fulltrúar í bankaráði hans hafi miklar efasemdir í þeim efnum og þar á meðal fulltrúar Þýskalands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK