Birna ráðin yfirlögfræðingur Fossa

Birna Hlín Káradóttir
Birna Hlín Káradóttir

Birna Hlín Káradóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Fossum mörkuðum hf. og mun hefja störf í janúar nk.

Birna Hlín útskrifaðist með kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Frá árinu 2009 hefur hún gegnt starfi yfirlögfræðings, fyrst hjá Straumi-Burðarási, svo Straumi fjárfestingabanka og nú síðast hjá sameinuðum banka MP og Straums. Enn fremur var Birna í framkvæmdastjórn Straums fjárfestingabanka. Áður hafði Birna Hlín starfað á lögfræðisviði Straums-Burðaráss og á einkabankasviði Landsbanka Íslands í skattaráðgjöf.

Birna Hlín er með próf í verðbréfaviðskiptum ásamt því að vera með lögmannsréttindi fyrir héraðsdómi.

Fossar markaðir eru verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Fyrirtækið hóf starfsemi í apríl 2015 og þar starfa átta starfsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK