Hvað varð um 520 milljarða?

Hvert fór féð?
Hvert fór féð? AFP

Talið er að fjórum milljörðum dala hafi verið stolið úr sjóði sem hafi verið í eigu malasíska ríkisins. Upphæðin jafngildir um 520 milljörðum króna.

Sjóðurinn, sem nefnist 1MDB, var stofnaður árið 2009 í þeim tilgangi að setja fé í ný stórverkefni á sviði efnahags- og félagmála í Malasíu. 

Fram kemur á vef BBC, að yfirvöld í Sviss hafi á síðasta árið hafið rannsókn hvers vegna sjóðurinn var kominn í 11 milljarða dala skuldir, jafnvirði 1.400 milljarða króna.

Dómsmálaráðherra Sviss sagði í gær, að sterkar vísbendingar væru um að fé hefði verið tekið ófrjálsri hendi úr sjóðum sem tengjast ríkisfyrirtækjum í Malasíu. 

Hluti fjárins hefur verið millifært í gegnum bankareikninga í Sviss sem voru í eigu fyrrverandi og opinberra starfsmanna í Malasíu og núverandi og fyrrverandi opinberra starfsmanna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Dómsmálaráðherrann segir að malasísku fyrirtækin hafi hins vegar ekkert tjáð sig um hið gríðarmikla tap sem þau hafi orðið fyrir. Hann hvatti yfirvöld í Malasíu til að aðstoða við rannsókn málsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir