Vinnudagurinn nær næstum saman

Arna fram­leiðir laktósa­frí­ar mjólk­ur­vör­ur.
Arna fram­leiðir laktósa­frí­ar mjólk­ur­vör­ur. mbl.is/​Krist­inn

Einungis sex starfsmenn vinna í verksmiðju Örnu á Bolungarvík en eftir mikla söluaukningu í kjölfar þess að Mjólkursamsalan var sektuð fyrir markaðsmisnotkun hefur vinnudagur þeirra lengst mikið og nær hann stundum saman.

Mjólk­ur­sam­sal­an var á dögunum sektuð um tæp­an hálf­an millj­arð króna fyrir al­var­lega mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu. Fyr­ir­tækið seldi óger­il­sneydda mjólk, hrámjólk, til sam­keppn­isaðil­a á mun hærra verði en MS og tengd­ir aðilar greiddu fyrir vöruna. MS er eina fyr­ir­tækið hér á landi sem sel­ur hrámjólk í heild­sölu til annarra mjólk­ur­vöru­fram­leiðenda. Arna ehf. er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem þurfa að kaupa hrámjólk hjá MS.

Sumir neytendur hafa í kjölfarið valið að beina viðskiptum sínum annað og hefur áður verið greint frá mikilli söluaukningu hjá Örnu. Að sögn Hálfdánar Óskarssonar framkvæmdastjóra hefur þetta ekkert breyst og er enn þá brjálað að gera. „Fyrsta vikan var róleg en síðan skapaðist mikil umræða um þetta og þá varð allt brjálað. Það hefur allt verið brjálað síðan,“ 

Samkeppniseftirlitið sektaði nýlega MS um 480 milljónir króna.
Samkeppniseftirlitið sektaði nýlega MS um 480 milljónir króna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Bæta tækjakost ef eftirspurn vex með svipuðum hætti

Segir Hálfdán að fyrirtækið hafi varla undan í framleiðslu á léttmjólk og nýmjólk auk þess sem aðrar vörur rjúki út. „Við erum á fullu við að reyna að anna eftirspurn og náum því varla,“ segir Hálfdán og bætir við að það taki alltaf smá tíma að redda öllu sem þurfi til framleiðslunnar, líkt og umbúðum og öðru. „Ef fólk sýnir okkur smá þolinmæði náum við að anna þessu. Nema að allir Íslendingar ákveði að koma til okkar. Þá náum við þessu ekki,“ segir hann glettinn.

Hann segir að verksmiðjan geti annað meiri framleiðslu. Haldi eftirspurnin áfram að aukast með svipuðum hætti þurfi hins vegar að bæta tækjakostinn. „Við erum nú bara hérna til að sinna neytendum,“ segir Hálfdán, sáttur við stöðu mála. 

Spurður hvort til standi að fjölga starfsmönnum segir hann ekki gott að fara í ráðningar í miðjum sumarleyfum. „Vinnudagurinn lengist bara og nær næstum því saman stundum.“

Hálfdán Óskarsson, mjólkurtæknifræðingur og annar aðstandenda Örnu ehf.
Hálfdán Óskarsson, mjólkurtæknifræðingur og annar aðstandenda Örnu ehf. Arna ehf.
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK