Steinþór hættur hjá Landsbankanum

Steinþór Pálsson er hættur sem bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson er hættur sem bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bankaráð Landsbankans og Steinþór Pálsson bankastjóri hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum hjá bankanum. Steinþór hefur verið bankastjóri frá 1. júní 2010 en Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra, hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum. 

„Ég hef verið í Landsbankanum í sex og hálft viðburðaríkt ár. Gríðarlega mikið hefur áunnist á þessum árum við að endurreisa fjárhag heimila og fyrirtækja. Landsbankinn hefur tekið stakkaskiptum á þessum tíma og ég skil sáttur við mín störf. Fjárhagsstaða bankans er mjög traust og markaðshlutdeild bankans hefur vaxið. Ég kveð samstarfsfólk mitt með hlýjum hug og baráttukveðjum til framtíðar,“ er haft eftir Steinþóri.

Þá er vitnað í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs, sem þakkar Steinþóri fyrir öflugt og árangursríkt starf fyrir bankann. 

„Mörg brýn og krefjandi úrlausnarefni hafa verið til lykta leidd undir hans forystu og staða bankans hefur styrkst mikið á undanförnum árum. Nú bíða Landsbankans nýjar áskoranir og telur bankaráðið rétt að takast á við þær með nýjum bankastjóra. Við óskum Steinþóri velfarnaðar í framtíðinni,“ er haft eftir Helgu. 

Gagnrýndur fyrir Borgunarmálið

Rúm vika er síðan Ríkisendurskoðun sendi frá sér skýrsluna Eigna­sala Lands­bank­ans hf. 2010-2016. Þar gagn­rýn­ir stofnunin Lands­bank­ann sér­stak­lega fyr­ir að hafa ekki aflað sér nægi­legra upp­lýs­inga um greiðslu­korta­fyr­ir­tækið Borg­un, m.a. um aðild fyr­ir­tæk­is­ins að Visa Europe Ltd. Erfitt er að meta þá fjár­hæð sem Lands­bank­inn fór á mis við þar sem hagnaður Borg­unar, alls um 6,2 millj­arðar króna, varð að nokkru leyti til eft­ir sölu eign­ar­hlut­ar­ins.

Er það jafnframt mat Ríkisendurskoðunar að Lands­bank­inn hefði þurft að setja sér skýr­ar regl­ur um sölu annarra eigna en fulln­ustu­eigna fyrr en árið 2015. Þá hefði bank­inn þurft að fylgja bet­ur þeim meg­in­kröf­um að selja mik­il­væg­ar eign­ir í opnu og gagn­sæju sölu­ferli eða rök­styðja ella frá­vik frá þeim kröf­um.

Í samtali við RÚV 23. nóvember sagðist Steinþór ekki ætla að segja af sér sem bankastjóri. Sagðist hann fagna skýrslunni en að hún hefði mátt vera ítarlegri. Sagði hann að árin 2010 til 2011 hefðu verið sér­stak­ir tím­ar og að menn hafi stund­um metið stöðuna þannig að rétt væri að selja í lokuðu sölu­ferli. Langoft­ast hafi eign­ir þó verið seld­ar í opnu sölu­ferli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK