Verðbólgan 1,9%

mbl.is/Styrmir Kári

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1,8%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkar um 2,6% (áhrif á vísitöluna 0,49%).

Þetta er heldur meiri hækkun vísitölunnar en greiningardeild Arion-banka hafði spáð. Þar var gert ráð fyrir 0,3% hækkun sem er meiri hækkun en áður hafði verið spáð.

„Verðbólguspáin hækkar annars vegar vegna gengisveikingar krónunnar í mars og hins vegar vegna hækkunar á húsnæðisverði umfram það sem við áætluðum áður. Gengi krónunnar og þróun húsnæðisverðs eru því þeir liðir sem ráða förinni næstu mánuði hvað verðbólguhorfur varðar. Aðrir liðir sem hækka í mars eru húsgögn og heimilisbúnaður og flugfargjöld en á móti lækka föt og skór og tómstundir og menning,“ segir í verðbólguspá Arion-banka.

Vísitala neysluverðs í apríl er reiknuð á nýjum grunni, mars 2017, og byggist hann á niðurstöðum úr rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna 2012–2015 auk annarra heimilda. Til viðbótar útgjaldarannsókn hefur Hagstofan notast við ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins, svo sem um nýskráningar bifreiða.

„Við grunnskipti er einnig innbyrðis vægi dagvöruverslana endurskoðað en áhrif af því voru hverfandi að þessu sinni. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl,“ segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK