12,5 milljóna króna tekjuafgangur hjá Ríkisendurskoðun

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisendurskoðun var rekin með 12,5 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Fjárveitingar ársins námu 578,2 milljónum króna og hækkuðu frá fyrra ári um 78,7 milljónir króna eða 15,8%. Laun og launatengd gjöld námu 539.7 milljónum króna og hækkuðu um 83,4 milljónir króna milli ára. Ársverkum fjölgaði um 2,2. Hrein gjöld hækkuðu um 76,5 milljónir króna milli ára og námu óráðstafaðar fjárheimildir í lok árs 2016 47 milljónum króna.

Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Þar segir að endurskoðunarsvið hafi lokið við 180 endurskoðunarverkefni og stjórnsýslusvið við 29 stjórnsýsluúttektir. Gefnar voru út skýrslur um eftirlit með framkvæmd fjárlaga, skil á ársreikningum staðfestra sjóða, kirkjugarða og sókna og birtir útdrættir úr ársreikningum stjórnmálasamtaka, frambjóðenda til forsetakjörs og frambjóðenda vegna prófkjöra fyrir alþingiskosningar 2016.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir