Ferðaþjónustan ekki uggandi yfir seðlinum

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur litlar áhyggjur af tillögum …
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur litlar áhyggjur af tillögum starfshópsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við styðjum almennt aðgerðir stjórnvalda gegn svartri atvinnustarfsemi heilshugar, þetta er meinsemd sem þarf að uppræta.“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Greint var frá tillögum starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á mbl.is í dag um að tíu þúsund króna seðillinn og fimm þúsund króna seðillinn verði teknir úr umferð. Markmiðið er að sporna við skattsvikum.

Grímur segir að hann hafi ekki kynnt sér tillögurnar til hlítar en í fljótu bragði sjái hann ekki hvernig afnám tíu þúsund króna seðilsins kæmi sér illa fyrir ferðaþjónustuna. Honum þykir þó fullbratt að taka fimm þúsund króna seðilinn úr umferð. Spurður hvort meira sé um svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu en öðrum atvinnugreinum segist Grímur ekki telja að sú sé raunin. 

„Það er alltaf verið að tala um ferðaþjónustu og svarta atvinnustarfsemi í sömu setningu en hún er viðloðandi í öllum atvinnurekstri. Ég hef ekki séð tölur um að það sé meira um svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni en í öðrum atvinnugreinum.“ 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK