Verða með skilastaði fyrir Nespresso

Álhylkin enda stundum í ruslinu.
Álhylkin enda stundum í ruslinu. Mynd/Wikipedia

Markaðsstjóri Nespresso á Íslandi segir að stefnt sé að því að hafa skilakassa fyrir kaffihylkin á nokkrum stöðum þannig að viðskiptavinir eigi auðveldara með að endurvinna. Auk þess verður brýnt fyrir þeim að flokka hylkin. 

Greint hefur verið frá því að Nespresso ætli að opna verslun í Kringlunni 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Nespresso hefur verið gagnrýnt erlendis fyrir það að álhylkin utan um kaffið endi oftast í almennu rusli eftir notkun. Nýlega hefur svissneska fyrirtækið tekið upp á aðferðum til þess að stuðla að endurvinnslu og verða þær einnig innleiddar hér á landi að sögn Katrínar Amni Friðriksdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins á Íslandi. 

„Við bjóðum upp á sérstaka poka til endurvinnslu. Þegar þú tæmir vélina þína af hylkum þá einfaldlega tæmirðu í pokann en ekki í ruslið,“ segir Katrín. 

Hún segir að Nespresso ætli að útvega sérstaka skilakassa til að taka á móti hylkjunum og að í náinni framtíð verði kössunum fjölgað og dreift á fleiri staði. 

„Hylkin eru úr áli sem þýðir það að þau eru 100% endurnýtanleg en eins og með flest annað þá er undir neytandanum komið að endurvinna umbúðirnar.“

Hún bætir við að Nespresso hafi staðfest að meirihluti meðlima í vildarklúbbnum fari með hylkin í endurvinnslu enda sé aðgerðin mjög einföld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK