Lögðu United Silicon til 433 milljónir

United Silicon fékk heimild fyrir greiðslustöðvun.
United Silicon fékk heimild fyrir greiðslustöðvun. Sigurður Bogi Sævarsson

Festa lífeyrissjóður og Frjálsi lífeyrissjóðurinn lögðu samtals 433 milljónir íslenskra króna til í hlutafjáraukningu United Silicon í apríl. Ekki er komið í ljós hversu umfangsmikil aðkoma Arion banka var en fjallað verður um áhrif málsins á bankann í hálfsársuppgjörinu sem verður birt í næstu viku.  

Héraðsdóm­ur Reykja­ness veitti í fyrradag stjórn heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar til þess að freista megi þess að ná bind­andi nauðasamn­ing­um við lán­ar­drottna. 

United Sililcon stóð fyrir hlutafjáraukningu í apríl sem Arion banki, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna tóku þátt í. 

Samkvæmt svörum frá Festu og Frjálsa við fyrirspurnum frá mbl.is lagði Festa til 36 milljónir króna en Frjálsi 397 milljónir króna í hlutafjáraukningunni í apríl. Talsmaður Arion banka segist ekki geta tjáð sig um hversu mikið sé í húfi fyrir bankann að svo stöddu en fjallað verði um áhrif málsins á bankann í hálfsársuppgjörinu sem verður birt í næstu viku.

Í frétt Ríkisútvarpsins í maí segir að Frjálsi hefði eignast 5,6% í félaginu, Festa 3,7% og eftirlaunasjóðurinn FÍA rúmlega hálfa prósentu. Kjarninn greindi frá því í gær að Arion ætti 16% í United Silicon. 

United Silicon hefur ekki enn greitt að fullu gatna­gerðar­gjöld til Reykja­nes­bæj­ar fyr­ir lóðina sem verk­smiðjan er starf­rækt á. Ógreidd gatna­gerðar­gjöld fyr­ir­tæk­is­ins nema 162 millj­ón­um króna. Þá þarf fyrirtækið að greiða verk­taka­fyr­ir­tæk­inu ÍAV rúm­an einn millj­arð króna vegna ógreiddra reikn­inga samkvæmt gerðardómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK