Stefán ráðinn framkvæmdastjóri hjá Steinull

Stefán Logi Haraldsson.
Stefán Logi Haraldsson.

Stefán Logi Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Steinull hf. Hann tekur formlega við starfinu eigi síðar en 1. apríl á næsta ári.

Stefán Logi starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá Límtré Vírnet ehf. í Borgarnesi. Hann var ráðinn til starfa í Vírnet frá árinu 1999 og tók síðan við sameinuðu fyrirtæki Límtrés og Vírnets, árið 2004. Á árunum 1987 - 1999 starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Steinull hf., að undanskildu einu ári (sept. 1997 – sept. 1998) sem hann starfaði hjá sænska fyrirtækinu Paroc teknisk isolering AB, í Svíþjóð. Hann sat í stjórn Steinullar hf., árin 2000 og 2001, að því er segir í tilkynningu.

Stefán Logi útskrifast frá Samvinnuskólanum, sem rekstrarfræðingur, árið 1981. Hann hefur lokið fjölda námskeiða í stjórnun og stefnumótun erlendis og hérlendis.

Stefán Logi er fæddur og uppalinn í Fljótunum og á því ættir sínar og uppruna að rekja í Skagafirði. Eiginkona Stefáns Loga er Inga S. Baldursdóttir og eiga þau fjögur börn

Stjórn fyrirtækisins fagnar ráðingur Stefáns Loga og þakkar hún fráfarandi framkvæmdastjóra Einari Einarssyni fyrir gifturíkt og árangusríkt samstarf til fjölda ára, eða alveg frá upphafi starfsemi verksmiðjunnar árið 1985 og óskar honum allra heilla, að því er segir ennfremur í tilkynningu.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir