Flugvirkjar samþykktu samninginn

Frá félagsfundi Flugvirkjafélags Íslands fyrr í þessum mánuði þar sem …
Frá félagsfundi Flugvirkjafélags Íslands fyrr í þessum mánuði þar sem samningurinn var kynntur félagsmönnum. mbl.is/Eggert

Kosningu vegna kjarasamnings Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, lauk kl. 12 í dag. Fram kemur á vef flugvirkjafélagsins að samningurinn hafi verið samþykktur. 

Samningar í kjaradeilu flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra náðust aðfaranótt 19. desember, en verkfall hafði þá staðið í 46 klukkustundir, en það hófst kl. 6 að morgni 17. desember. 

Verkfallið stóð sunnudag og mánudag og á þeim tíma voru alls 122 ferðir á uppsettri áætlun Icelandair. Alls 64 þeirra ferða þurfti að fella niður og náði það til þúsunda flugfarþega, sem ýmist fengu far með öðrum félögum, breyttu áætlunum sínum eða fengu farmiða sinn endurgreiddan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK