Borgin greiddi Brú 14,6 milljarða

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Reykjavíkurborg greiddi Brú lífeyrissjóði 14,6 milljarða króna síðasta virka dag nýliðins árs til að gera upp áfallnar lífeyrisskuldbindingar upp á 3,5 milljarða og áætlaðar framtíðarskuldbindingar upp á 10 milljarða auk framlags í varúðarsjóð upp á einn milljarð.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að greiðslan sé í samræmi við þær skyldur sem Alþingi samþykkti á ríki og sveitarfélög þegar lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins var breytt. Sú lagabreyting hafði einnig áhrif á A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A-deildar sjóðsins. Með þessu hafi Reykjavíkurborg að fullu staðið við sitt í þessum efnum.

Borgarsjóður reiddi fram 9,8 milljarða úr borgarsjóði með handbæru fé frá rekstri. Auk þess var tekið 4,9 milljarða lán vegna uppgjörsins og voru kjörin þau bestu sem borgin hafði fram að þeim tíma fengið í þessum skuldabréfaflokkum [...] Sparnaður borgarsjóðs með því að fjármagna greiðsluna með þessum hætti í stað þess að taka lán hjá Brú er um 500 milljónir að núvirði,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir