Bitcoin nærri 70% verðminni en í desember

Nú kostar einn bitcoin um 6800 dollara, en virðið fór …
Nú kostar einn bitcoin um 6800 dollara, en virðið fór upp í tæplega 19.500 viku fyrir jól. AFP

Í gær fór virði rafmiðilsins bitcoin niður í rúma 6000 dollara í fyrsta sinn síðan um miðjan nóvember, en rafmyntin fór á mikið flug undir lok síðasta árs og fór virðið hæst í um 19.500 dollara þann 17. desember.

Síðan þá hefur gengið lækkað mikið, eða um nærri 70%, en í byrjun ársins 2017 var hægt að virði eins bitcoin um og yfir 1000 dollarar.

Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu 31. janúar síðastliðinn þar sem íslenskur almenningur var varaður við þeirri miklu áhættu sem fylgir viðskiptum með sýndarfé.

„Sýndarfé, og þá einkum Bitcoin, fylgir lögmálum spákaupmennsku og er mjög áhættusamt. Þeir sem kaupa sýndarfé eiga á hættu á að tapa stórum hluta fjárfestingar sinnar,“ sagði í tilkynningu FME.

Þar sagði einnig að markaðurinn með sýndarfé sýndi skýr merki um bólumyndum, þar sem verð væri mjög sveiflukennt og ekki tengt undirliggjandi eignum.

Frá því að FME sendi frá sér tilkynninguna hefur virði bitcoin lækkað úr um 10.000 dollurum niður í tæplega 6000, þó að virðið hafi aðeins hækkað eftir hádegið í dag, eða upp í um 6800 dollara á hverja einingu rafmyntarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK