Hagnaður Reita 5,7 milljarðar

Reitir eiga Hótel Borg.
Reitir eiga Hótel Borg. mbl.is/Styrmir Kári

Hagnaður Reita nam 5,7 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaður félagsins 2,4 milljarðar árið 2016.

Leigutekjur Reita námu 10,8 milljörðum króna og jukust um 7,4% frá árinu á undan. Nýtingarhlutfall eigna var 96,2%. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar var 7,3 milljarðar króna og jókst um 5,4% á milli ára.

Matshækkun fjárfestingareigna jókst verulega á milli ára og nam 3,9 milljörðum króna, samanborið við 347 milljónir árið á undan.

Virði fjárfestingareigna var 135 milljarðar króna í árslok og eigið fé var 49 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall var 35,1% í árslok.

Guðjón Auðunsson forstjóri segir að á síðustu árum hafi hlutdeild fasteignagjalda í rekstrarkostnaði félagsins farið mjög vaxandi og horfur séu á að það hlutfall eigi enn eftir að hækka. „Fasteignagjöld hafa hækkað úr rúmum 14% í rúm 17% sem hlutfall af leigutekjum félagsins á síðustu þremur árum og hefur heildarfjárhæðin hækkað um ríflega 40% fyrir eignasafn félagsins. Er þessi breyting til marks um mjög aukna skattheimtu sveitarfélaga af bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem leiðir af sér hækkandi húsnæðiskostnað heimila og fyrirtækja.“

Stjórnendur Reita vænta þess að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu á árinu 2018 verði 7.350 til 7.500 milljónir króna miðað við núverandi eignasafn. Stjórn félagsins gerir tillögu um greiðslu á arði að fjárhæð 1.060 milljónir króna vegna rekstrarársins 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK