Costco vinsælt hjá kjósendum Miðflokksins

mbl.is/Kristinn Magnússon

71% Íslendinga á aðildarkort í Costco samkvæmt könnun MMR. Af þeim sem eru með aðildarkort í Costco ætla 60% að endurnýja aðildina þegar hún rennur út, 6% ætla ekki að endurnýja en heil 35% hafa ekki ákveðið sig.

Þetta kemur fram í frétt á vef MMR þar sem finna má nánari sundurliðun. Þar segir að Íslendingar sem tilheyra aldurshópnum 30-49 ára séu líklegri en aðrir aldurshópar til að vera með Costco-aðildarkort eða 80%, samanborið við 58% í aldurshópnum 18-29 ára.

Stuðningsfólk Miðflokksins (81%) reyndist líklegast til að vera með Costco-aðildarkort en stuðningsfólk Framsóknarflokks (59%) og Vinstri grænna (60%) reyndist ólíklegra en stuðningsfók annarra flokka til að vera með Costco-aðildarkort.

Jafnframt er stuðningsfólk Framsóknarflokksins (47%) og Vinstri grænna (54%) ólíklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að endurnýja aðildina.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir