Nýr valkostur í Bandaríkjaflugi

Ekki væsir um farþega í Polaris-sætunum. Fjögur flugfélög munu fljúga …
Ekki væsir um farþega í Polaris-sætunum. Fjögur flugfélög munu fljúga til New York í sumar.

Hinn 23. maí næstkomandi mun bandaríska flugfélagið United Airlines hefja beint flug á milli Newark-flugvallar og Keflavíkur. Um árstíðabundið flug er að ræða sem verður í boði fram til 4. október.

Nú þegar eru góðar tengingar á milli Íslands og flugvalla New York-borgar og fljúga bæði Icelandair og WOW air til Newark og JFK og Delta flýgur árið um kring til JFK. Flug United er þó á öðrum tíma dags, með brottför frá Keflavík kl. 11:55 og lendingu í Newark kl. 14:05, en hin flugfélögin leggja af stað frá Keflavík ýmist snemma morguns eða síðdegis. United flýgur frá Newark til Íslands kl. 22:30 með lendingu kl. 8:10 morguninn eftir, á meðan hin flugfélögin þrjú fljúga til Íslands að morgni til eða fyrr um kvöldið.

Bob Schumacher, sölustjóri United fyrir Bretland, Írland og Ísland, segir flugið m.a. geta hentað vel fólki sem ferðast í viðskiptaerindum því notaðar verða Boeing 757-200-vélar með Polaris-viðskiptafarrými þar sem leggja má sætin flöt, að því er fram kemur í umfjöllun um fyrirhugað flug United til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK